Hafið þið einhvern tíma tekið eftir því að kettir eiga það til að horfa í einhverja sérstaka átt í lengri tíma? Stundum sit ég í sófanum með köttinn sofandi við hliðina á mér og allt í einu þá lítur hún snöggt upp. Jafnvel ef ég veifa hendinni fyrir framan hana eða blæs í eyrun á henni þá hættir hún ekki að horfa. Það er eins og einhver eða eitthvað sem ég sé ekki sé að ganga um í íbúðinni minni að gera einhvern andskotann! Hvað er þetta? Það er fátt sem mig langar meira að vita. Plís sendið mér eitthvað áður en kötturinn minn hræðir mig til dauða!!!!!!