Ryksugusjúklingur Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér.. Eru kettirnir ykkar sjúkir í að láta ryksuga á sér feldinn?
Alexander gamla kisan mín, var alveg skíthræddur við Ryksugur. Eigum svona Rainbow Ryksugu, eitthver svakagræja með geggjuðum hávaða.. Þurftum alltaf að loka Alla inní herbergi með útvarpið á þegar það var verið að ryksuga.. En Ottó, hann gjörsamlega elskar að láta Ryksuga sig, malar og malar og snýr sér á alla kanta…
Hvernig eru kettirnir ykkar í sambandi við Ryksugur?