1.Árs Jæja þá er komið að því. Ottó er bara orðin 1. árs. Heilt ár síðan hann var bara nokkur grömm, lítill, slímugur, blindur og lá bara og svaf.
En núna, aðeins búin að stækka og þyngjst, orðin 4,5kg. Og gerir ekki mikið annað en að hlaupa útum allt, leika sér og sofa svo alveg helling eftir langan og erfiðan dag. Þó hann sé oðrin eins árs,þá er hann alveg sami kettlingurinn og hann var þegar ég fékk hann, eini munurinn er stærðin. Hann hefur sennilega verið tekin burtu frá mömmu sinni alltof snemma vegna þess að honum finnst alveg afskablega gott að liggja á mottunni uppi baði og sleikja hana, þá alveg malar hann áfullu. Svo finnst honum afskablega gott að komast í hökur á fólki, þá byrjar hann á því að sleikja þær smá, svo kemur lítið nart og sog, svo reyndar bítur hann alltaf fastar og fastar.. en meinar aldrei íllt með því vegna þess að hann gerir þetta malandi með lokuð augu.

Til Hamingju með Afmælið Ottó kall