Mig langaði að koma með smá fyrirspurn…

Er eitthvað hægt að gera við alveg veiðióðaketti annað en það klassíska sem maður heyrir alltaf að klippa veiðihárin…

Ég gaf mömmu og systkinum mínum alveg yndislegan kettling sem er alltaf í öllum leikjum með bróður mínum og vill alltaf kúra en hún kemur heim með fugl á hverjum degi .. Jafnvel fleiri en einn.

Mamma byrjaði að taka upp á því ráði að loka hana inni eftir mikla báráttu við halfdauða fugla í íbúðinni. Kisa var nú ekki lengi að sjá við henni og stakk bara af. Það sem meira er að ef hún nær henni ekki inn áður en hún fer að sofa þá verður hún að loka öllum gluggum því annars er bókað að hún kemur með fugl inn (sérstaklega inn í svefnherbergi hjá múttu (veit að hún dýrkar mömmu en…)).

Seinast kom hún með risaspóa sem mamma er ekki alveg að skilja hvernig hún fór að.

en jæja þetta er orðið svo erfitt fyrir hana og þegar ég hringdi í hana í gærkveldi þá var hún hundfúl að þrífa blóðslettur..

er aðeins of mikið .. hvað getum við gert.. okkur þykir svo vænt um hana en þetta gengur ekki …

takk vona að einvher lumar á ráði!!