Ekki er verið að reyna blása upp mál þetta heldur þurfum við að ræða þessi mál í botn,ekki er gott að leyfa stjórnendum bæjarfélaga okkar að setja gjöld á heimilisdýr okkar nema að við sem erum með heimilisdýr erum öll sátt við niðurstöðuna,við erum að ræða um kattaleyfisgjöldin sem er verið að skella á okkur suðurnesjamenn þessa daganna og margir vilja meina það að Suðurnesin verði fyrirmynd annara bæjarfélaga á landinu öllu sem munu koma fast á eftir suðurnesjamönnum, það eru ekki allir á eitt sáttir að þurfa að greiða þessi gjöld en vilja fæstir gera eitthvað í því og erum við að tala um að GERA EITTHVAÐ Í ÞVÍ. Rætt hefur verið við lögfræðing um þessi mál um það hvort bæjarfélagið okkar á Suðurnesjum fari löglega í þessar aðgerðir og niðurstaðan varð sú að þeir eru í fullum rétti,einnig var rætt við bæjarstjóra Reykjanesbæjar um þessi mál og hann tók vel í að við skyldum ræða um þessi mál við hann því þetta kattaleyfisgjald er á frumstigi á Suðurnesjum að hans sögn og hann viðurkenndi það að þegar Suðurnesin væru komin með þessi leyfisgjöld í fastar skorður fylgdu bæjarfélög út um allt fast á eftir og tækju viðmiðaf suðurnesjamönnum,þess vegna er það mikilvægt fyrir alla kattaeigendur að taka hendur saman til að koma með tillögur sem við gætum farið með til staðfestingar,ég hef ekki heyrt að nokkur kattaeigandi á Suðurnesjum ætli sér að greiða leyfisgjaldið,verður það að vera á þeirra ábyrgð eins og okkar sem ætla að greiða inn á,en við sem greiðum inn á erum betur sett en hin sem greiða ekki,en eftir að rætt hafði verið við Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanesbæjar tókum við nokkrir félagar okkur saman á Suðurnesjum um að vera með fullkomlega lölegan kött á heimilinu,fara með köttinn til dýralæknis láta ormahreinsa og heilsufarskoða og örmerkja/eyrnamerkja og greiða 5.000-kr. inn á leyfisgjaldið fyrir 10.ágúst þar til rætt verður Árna aftur af okkar hálfu mánaðarmótin ágúst-sept '04 Við sem stöndum í þessari baráttu ætlum okkur að starfa með bæjarfélögum okkar en ekki öfugt. Þeir sem vilja vera með okkur í þessari baráttu og vilja skrá sig(það mega allir skrá sig sem vilja)og vilja sýna okkur samstöðu geta skráð sig til þeirra félaga sem hér segir: annas801@hotmail.com nonni@fjoltengi.is steinunn@lanasysla.is ossur40@visir.is