Ég var svona að pæla og spökulera hvort að kettirnir ættu nokkuð að fara í kattaskóla. Þegar hundarnir ganga í hundaskóla og eftir það (ef þeir skila góðum árangri) hlýða þeir öllu sem húsbóndinn segir. Sagt er að hundar séu líka gáfaðari og oft gáfaðari en kettir. Stundum vegna þess að þeir læra þetta í hundaskólanum svo fljótt og hlýða en stundum líka út af öðrum ástæðum. Auðvitað er ég ekki að segja að elsku litlu kettirnir okkar séu heimskir. Köttuirnn minn t.d. kemur alltaf þegar kallað er á hann og einu sinni heyrði ég um kött sem gat skrúað frá vatninu á krananum og drakk bara það. En geta hundar það?
Ég var að spá í hvort að það ætti að búa til kattaskóla. Það myndi kenna köttunum alskonar dót eins og að hlýða og svo væri ekkert vandamál að segja þeim til og banna þeim. En eins og við flestir kattaeigundur vitum að þá eru kettirnir sjálfsstæðar veruru og erfitt að láta þá fara gegn vilja sínum. Eins og sumir kettir eru þeir mjög þrjóskir og t.d. éta ekkert nema það sem þeim finnst gott. Svo eru kettir líka bara svo óskaplega þrjóskir. Þess vegna yrði kennslan í kattarskólanum mjög hörð og ég býst við að ún myndi kosta skyldingin. En þeir kattareigendur sem vildu þetta gætu svo sem gert það. En þetta er saklaus pæling og ég er als ekki að segja að ég myndi setja minn kött í svona kattaskóla. Helst þyrfti að setja kettina sem kettlinga í svona skóla. en ég vona að ég fái ekki alla upp á móti mér með þessa saklausu pælingu og endilega segjið ykkar skoðanir á þessu.

Bara svo þið vitið þá er ég ekki tilfinningalaus gegn köttum. Þetta er bara saklaus pæling:)