Nú vantar mig hjálp frá ykkur!
Hann Otto sér eitthvern svakalegan tilgang í að ýta hlutum útúr hillum eða gluggum niður á gólf.. ég er ekki að tala um að hann rekist í þetta svo þetta detti niður á gólf.. Alls ekki, hann ÝTIR þessu niður á gólf, með loppunum. Núna rétt í þessu var hann að smalla glasi í gólfið. Svo eru það stittur, kertastjakar og bara allskonar drasl..
Hann virðist bara ekki skilja að þetta megi ekki.. þótt svo mar skammi hann, þá vælir hann bara..
alveg nóg fyrir hann að heyra bara “OTTO!!” þá kemur þetta aukunnarverða “mjaaháá” ;)
Gera ykkar kettir þetta eða vitiði um eitthverja ketti sem gera þetta..?