Pjakkur minn Nú ætla ég að segja aðeins frá Pjakki mínum :)

Ég fékk hann hér á huga…en hann var í Reykjavík svo ég varð að bíða með að fá hann þangað til næst ég fór suður. Ég var búin að fá myndir og lýsingar á honum og bara orðin ástfangin lá við ;)
Svo er það þannig ég fer loksinns suður og seinasta daginn fer ég að ná í Pjakk, búin að kaupa allar nauðsinjar og þannig og með ferðabúr með mér…því miður gleymdi ég að kaupa beysli svo ég gæti farið með hann út og fattaði það bara þann dag (sunnudag) svo…en lýsingin passaði við hann og hann er allger snyrtipinni og entist alla ferðina í bíl Ak-Rvk og einkura 1-2 klst í bið án þess að gera sitt. Hann samt fór beint á sandkassa þegar við komum heim. Hann er allger kelirófa og ég var strax mamma hans :) Hann hefur frá fyrstu nóttu sofið alltaf uppí hjá mér…og gerir það enn. Og þegar hann fór til dýralæknis að fá sprautu, vá hvað ég var hrædd um hann! En ég var ekki heima þegar var náð í hann daginn eftir svo hann var búinn að jafna sig þegar ég kom heim (nema á geldingunni hann var mjög dapur viku - hálfan mánuð eftir þetta) en svo þegar ég fór til Svíþjóðar í 10 daga var hann eins og hetja og var bara glaður að sjá mig aftur…en þá var hann búinn að fara í seinni sprautu á meðan og hafði þá fengið hræðslukast í bílnum. Mjálmað og vælt og skitið allt búrið út! Allavega…hann var mjög sár þegar ég fór til Spánar í 2 vikur án hans og hélt þann tíma mamma ætti sig og fór ekki inní herbergið mitt nær allan tímann. (Hann er þar venjulega allan tímann sem hann er heima!) En nú er ég komin heim til litla engilsinns míns! Sem er reyndar ekkert svo lítill lengur :P Hann tók mig strax í sátt og varð glaður að fá mig aftur og þannig. Reyndar *hóst* skeði eitt atvik núna í morgun…hann svaf inni hjá mér eins og alltaf…en ég loka alltaf á kvöldin þegar ég er inni að hlsuta á tónlist, tala í símann og þannig en svo lenti í í smá máli…og sofnaði um leið og því var lokið…lokuð hurð! Svo vakna ég í morgun…jafn sofandi og ég væri í vímu…og bara hugsa “hva afhverju er sængin mín svona blaut? Pissaði ég á mig? Það getur ekki verið! Ég hef ekki gert það í 10 ár!” og ég bara “never mind..fara attur að sofa” og jamm…komin í einn hnút svo ég rétti úr fótunum og Splass! fóturinn rennur í gegnum kattaskít og ógeð, er brún á fætinum +o( Ekki gaman…ég var öskuvond útí köttin mar! Svo jamm, smá tipp…ekki gleyma opna fram á næturnar!