Vegna þess að umræðan “mér er nóg boðið” var komin út fyrir skynsamleg samræðumörk taldi ég mest vit í því að skrifa bara nýja grein um álíka efni og hefur verið rætt.
Í fyrsta lagi þá er það rétt að kettir ættu allir að vera merktir, ég persónulega verð soldið pirrð þegar ég sé kött sem er ekki með ól eða/og eyrnamerktur, jafnvel þó að umræddur köttur sé inniköttur því ef hann kemst út á hann erfiðara með að rata um en þeir sem eru alltaf úti. Einnig ef þú hugsar fram í tímann með köttinn þinn í huga þá myndiru frekar vilja að hann sé vel merktur skildi hann týnast. Þetta eru nú einu sinni börnin okkar og þó að viðringarlaust fólk telji það ekkert mál að tala illa um ketti við okkur kattareigendurna þá líkar mér persónulega ekkert sérstaklega vel við það fólk.
Í öðru lagi, það er ekkert mál að láta “taka köttinn úr sambandi”. Smá kostnaður sem til lengdar borgar sig oftast því ekki er það ódýrt að eiga læðu með kettlinga og sorglegt að þurfa að svæfa þá kanski, einnig ef þú ert með fress er það ósangjarnt af þér að hugsa ekki til þess kettlingarnir yrðu á annara ábyrgð, einnig sem þvag geldra katta lyktar ekki nærrum því jafn mikið og ógeldra.
Í þriðja lagi þá vil ég bara segja að það er ekkert mál að eiga inniketti. Með virðingu fyrir þeim sem hleypa köttunum sínum út lausum þá tel ég það aðeins vera leti, því það þýðir að þú þurfir ekki að viðra hann sjálf/ur eða þrífa kattasand (jafn oft það er). Ég á sjálf innikött og ég tel það vera hentugara þar sem ég veit alltaf hvar hann er, hann er öruggur frá umferðinni og þegar hann vill fara út fer ég bara með hann út í bandi, meina það er ástæða fyrir að það séu til sérstakar ólir til að viðra köttinn þinn. Kisinn minn er ánægður, hreinn, geldur og laus við sjúkdóma, lús eða álíka hluti sem getur hrjáð ketti. Ég vil líka bæta við að það að senda köttinn þinn í ormasprautur ertu einnig að gera þér greiða því það er fátt leiðinlegra en þegar “barnið” þitt er veikt.
Þetta eru tilfinningaverur sem eiga skilið ást okkar, og þeir sem eru hér til að tala illa um ketti vil ég biðja um að halda sig utan þessara umræðna þar sem gullna reglan á líka við um dýr, og tel ég að þið mynduð aðeins menga andrúmsloftið.
Ég er sammála því að það ætti að setja reglur um eignarhald á köttum, en þó vil ég minna á að það sé alfarið eftir eigendunum að fylgja þeim reglum.