Viktor Ég ákvað að koma skrifa hér smá um kisann minn:)

Mig hafði alltaf langað að eiga gæludýr og ákvað svo fyrir ca. 3 mánuðum að leita mér að litlum kettlingi.
Ég leitaði og leitaði en enginn auglýsti eftir kettlingum til gefins. Ég hringdi útum allt og gafst svo upp og ætlaði bara að bíða eftir vorinu og athuga þá. En eitthvað sagði mér að hringja aftur í dýrabúðina, og ég hringdi og athugaði enn einu sinni. Viti menn, ég fékk símanúmer og ég hringdi strax.
Konan sem svaraði símanum sagði mér að hún ætti einn 8 vikna kettling eftir og ég mætti endilega fá hann.
Konan kemur svo til Akureyrar úr sveitinni með hann til mín og það varð bara ást við fyrstu sýn. Ég man enn eftir því þegar ég sá hann fyrst, ég var að hlaupa heim og konan beið í bílnum og þarna var litli kisinn skíthræddur og ponkulítill:)

Hann er gulbröndóttur högni og ég ákvað svo að skýra litla kisann minn Viktor.

Konan sagði við mig að systkinin hans hefðu verið dugleg að gera þarfir sínar bara hér og þar um íbúðina svo ég gæti átt von á því að finna kúk undir sófa og því um líkt svo ég hafði varann á en aldrei gerði hann þarfir sínar annarsstaðar en í kassan sinn, það má segja að hann sé bara duglegasti kisi í heimi.
Hann vandist fljótt heimilinu og við urðum strax góðir vinir.

Viktor er mjög duglegur að borða og fékk strax bara þurrfóður og náttúrulega vatn. Ég gef honum eingöngu þurrfóður (techni-cal kitten).

Viktori finnst mjög gaman að vera plássfrekur uppí rúmi og mala mjög hátt. Hann kemur oft til mín þegar ég ligg uppí rúmi og legst láréttur og tekur allllllt rúmið. Ég þarf að strjúka honum á maganum alveg svoleiðis í tíma og ótíma og ef ég hætti í 2 sekúndur mjálmar hann og mjálmar þangað til ég byrja aftur.
Viktor er inniköttur en fer útá svalir stundum til að fá smá frískt loft:)
Hann er algjör kúrukisi og áhugamálin hans eru að elta dótamýsnar sínar og halda að hann sé voða töffari að drepa þær, setur þær uppí munnin og skríður undir rúm með mýsnar:) og svo finnst honum alveg æðislegt að kúra eins og kom áður fram.

Hann er alveg æðislegur og ég gæti ekki hugsað mér líf mitt núna án hans, hann alveg gefur daginum líf. Hann vekur mig oft á morgnanna með mjálmi og á kvöldin þegar ég fer að sofa þá fer ég í dyragættina á herberginu mínu og geri svona “ksskss” og þá heyrist í honum koma til mín og stekkur uppí rúm og kúrir hjá mér:)

Við erum búin að flytja einu sinni með hann, reyndar hann tæknilega búinn að flytja 4 sinnum og í nýju íbúðinni er hann ekkert hræddur og vandist þessu öllu strax!

Jæja, þá vitiði svona nokkrun veginn allt um litla ungann minn og vonandi var þetta ekki bara tímasóun:)

Bestu Kveðjur,
Vala