Útlit og einkenni:

Norski skógarkötturinn er hálfsíðhærður köttur sem þarf mjög litla feldhirðu. Hann er stór og sterkbyggður köttur með langan líkama og háfættur, afturfætur eru hærri en framfætur. Skottið er langt og mikið loðið. Næst húðinni er ullarkenndur og þéttur feldur en yfir honum liggur hálfsíður glansandi feldur sem hlífir undirfeldinum frá því að blotna. Í fullum skrúða hefur skógarkötturinn fallegan hálskraga og “buxur” (það eru löng hár á afturfótunum). Mikill munur er á sumr og vetrarfeldi, á sumrin hverfur kraginn og feldurinn þynnist allur, minnstu breytingarnar verða á “buxunum” og skottinu. Höfuðið á að vera áberandi þríhyrningslaga með beint nef og sterklega höku, augun eru skásett og augnráðið vakandi og villt. Eyrun eru falleg og mjög lík eyrum gaupunnar með löngum hárbrúskum sem vaxa út úr eyrunum og hárum efst eins.Skógarkötturinn er frekar seinþroska og fresskettirnir eru t.d. ekki fullvaxnir fyrr en um 4 ára aldur, en læðurnar um 3 ára aldur. Það ermjög mikill stærðarmunur á kynjunum, meðalþyngd hjá læðum er 5-4kg á meðan fressinn er 5-7,0 kg.
Skapgerð:
þeir eru hugrakkir, gáfaðir og miklar veiðiklær. Þeir eru viljasterkir en aðlagast samt breytingum mjög vel. Norskir skógarkettir eru vinalegir og kunna vel að meta klapp og klór, það er þó varla hægt að kalla þá kjöltuketti þar sem þeir hafa þróaðast úti í náttúrunni og þurfa mikla hreyfingu. Mikilvægt er að þeir hafi góðan klórustaur og gott pláss til að hreyfa sig. Skógarkettir hafa yfirleitt sterk persónuleg einkenni og una sér vel innan um börn og önnur dýr.Skógarkettir eru til í mörgum litaafbrigðum og með fjölbreyttum augnlit.

Eins og nafnið gefur til kynna eru þeir ættaðir frá Noregi. En þeir fóru ekki að breiðast út fyrr en árið 1976(þá fengu þeir alþjóðlega viðurkenningu FiFe á tegundinn. í dag eru þeir í flestum Evrópulöndunum og fer fjölgandi í Suður og norður ameríku og asíu.

Heimildir: www.kynjakettir.simnet.is

Vonandi fræddust þið eitthvað um norska skógarketti í þessari grein/kork.