Eins og margir hafa kannski séð þá sendi ég inn grein um köttinn minn stóra, grimma og góða, Kelli the Cat.
Nú er það mál með vexti að Kelli er kannski að deyja :( Hann fór í burtu og kom ekkert heim í næstum 2 vikur, og þegar hann kom heim var hann eitthvað öðruvísi. Hann var grennri og hegðanir hans hafa breyst alveg virkilega mikið. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að láta halda á sér enn lét sig oftast hafa það, enn núna nýlega vill hann alltaf láta halda á sér og þarf alltaf að klappa honum reglulega. Venjulega þegar hann ætlaði að koma aftur inn eftir göngutúr þá kom hann inn um gluggan enn núna bíður hann fyrir utan eftir að einhver opni útidyrahurðinna.

Hann borðar minna enn hann gerði og þarf hann venjulega að láta fylgja sér að matardallinum og sýna honum að hann sé með mat. Hann er nú orðinn dálítið gamall skinnið enn ekki það gamall hann er um 7-8 ára gamall, mannaár. Ég hef heyrt að kettir verða alveg upp að 20 ára gamlir. Það er hugsanlegt að hann hafi borðað rottueitur…sem er alls ekki gott, dýralæknir sagði það mögulegt og að væri bara að vinna hægt á móti honum. Enn niðurstöður eru ekki komnar enn og við vonum bara að þær verði okkur hliðhollar…

Kveðja
*boggi35*