Kompis var geldur í gær. Það kom að því að Kompis var geldur. Kannski hann hætti að naga snúrur núna. Ég er búin að strá hvítum pipar undir tölvuborðið og ég ætla að sjá hvort það virkar. Ég vona að hann róast allavega.

Kompis fékk að borða kvöldið áður en svo tók ég allan mat, vatn og gras frá honum því hann mátti ekki borða neitt kvöldið fyrir. Nóttin var ekki auðveld vegna þess að hann kom nokkrum sinnum inn til okkar, vakti okkur og bað um mat. Við fórum með hann í hádeginu til að fá allar sprauturnar, örflögu og til að verða geldur. Hann var svo reiður þegar við komum þangað. Hann urrði og hvæsti á dýralækninn og vildi svo ekki sofna. Hann var svo þrjóskur að hann þurfti auka skammt af svefnlyfinu til að hann færi að slappa af. Eftir um það bil tuttugu mínútur var allt búið og gert. Dýralæknirinn sagði að hann hafði verið duglegur strákur og hann var eins heilbrigður og hann gæti verið, sem var mjög gott að heyra. Kompis fékk eina sprautu svo hann gæti vaknað, rétt áður en við fórum heim. Um klukkutíma eftir að við komum heim fór hann að ranka við sér en hann leit út eins og hann væri fullur. Hausinn riðaði til og hann gat ekki staðið í fæturnar, svo hann ákvað bara að liggja kyrr í smástund í viðbót. Þegar hann fór loks að reyna að ganga, óskaði ég þess að ég ætti videomyndavél. Hann datt um koll hingað og þangað, gat ekki hoppað, borðað eða neitt. Við ákváðum í sameiningu að dúða okkur inn í teppi fyrir framan sjónvarpið og slappa af (ég var nefninlega veik líka). Daginn eftir var eins og ekkert hafði gerst. Hann er líkum sjálfum sér aftur og hleypur og hoppar um.

Hvernig er það, á ég að taka saumana eftir geldinguna úr sjálf eða eyðast þeir bara með tímanum?