Kisi er týndur, endilega kíkið í bílskúrana ykkar! Litli sæti kisinn minn, Jáum er TÝNDUR :(

Jáum er kolsvartur á alla kanta, með grængul augu. Hann er venjulegur blandaður heimilisköttur, hvorki feitur né mjög grannur. Jáum er mjög gæfur og svakalega sætur :) hann er fjögra ára og meðalstór, um 3 kg

Hann er með bláa ól, nema að hún hafi dottið af honum, og rautt nafnspjald þar sem standa eftirfarandi upplýsingar:

nafn: Jáum
heimili: Næfurás 5 110 RVK
(gæti staðið Reykás 21, við áttum einu sinni heima þar)
símanúmer: 5871966

(það er skrifað með penna svo gæti verið að blekið sé farið út um allt)

Jáum er eyrnamerktur, það þýðir að það er númer prentað inni í annað eyrað á honum. Eyrnanúmerið er: R70015

Endilega kíkið inn í bílskúrana ykkar ef hann hefði farið þar inn og ef þið sjáið svartan kött, kíkið á ólina hans og á eyrnarnúmerið

Ef þið sjáið hann, hringið endilega í eitthvað af þessum símanúmerum:
587-1966, 866-0701, 867-1378 eða 8651966

Helst hringja í 587-1966

Þið getið líka ef þið munið ekki þessar upplýsingar, komið honum í Kattholt eða Dýraspítalann í Víðidal því þar er hann skráður og við verðum þá látin vita. Þið getið líka komið með hann á heimili mitt, Næfurás 5 110 rvk

takk :*