Ekki er nú langt síðan að ég sendi hingað inn grein um kisustrákana mína tvo, þá Tyrant og Phantom.

Af þeim er ekkert annað en gott að frétta :)
Phantom er búinn að jafna sig af þessari augnsýkingu sem hann var með, og getur opnað augað alveg núna og finnur ekkert til :)
Hann er reyndar búinn að vera með kvef-veirusýkingu lengi, og fær hann meðalið sitt frá Dr. Dagfinni vikulega, og ekkert smá duglegur að taka það :) Og undanfarið hefur hann verið að breytast í alveg svakalegan mömmustrák, og unir sér best á sænginni hennar.

Tyrant er alltaf sama kelirófan. Þessa dagana er það í algjöru uppáhaldi hjá honum að kúra á rauða gólfteppinu og láta renna í gegnum mjúka feldinn sinn með kambinum sem mamma og pabbi keyptu handa honum.

En svo kom nú á daginn, að maðurinn minn vildi taka inn gömlu kisuna sína aftur, sem var auðvitað ekkert nema gott og blessað.

Nýja kisan heitir Sara, en allir nákomnir kalla hana Mús ;)
Svona í stuttri lýsingu, þá er þetta 7 ára piparjónka, sem heldur að hún sé prinsessan á bauninni :) Svolítið stygg við aðra ketti, sem hefur orsakað vandamál hérna með kisustrákana mína. En í alla staði samt yndisleg kisa.
Hún er blanda af síamsketti og skógarketti. Alveg BIKsvört, með falleg og stór, gul augu.

Mús er búin að vera að fara mikið á milli heimila, en samt alltaf með skyldfólki mannsins míns. Oft búin að vera hjá mömmu hans, svo með manninum mínum þegar hann bjó einn. En undanfarið hafði hún verið í pössun hjá vini mömmu mannsins míns. Mjög góður maður sem hugsaði alveg rosalega vel um hana. Málið var bara, að hann hefur alltaf verið með smá ofnæmi fyrir köttum, og var það þess vegna sem við ákváðum að taka hana.

Þessi elska er ekkert nema elskuleg og vinaleg við okkur, og vill öll sín blíðuhót setja í okkur. Eins og núna þá er hún skrollandi hérna í kringum mig, og vill helst fá að vera í fanginu á mér öllum stundum malandi eins og kettlingur :)

En þegar littu kisustrákarnir mínir ætla að reyna að nálgast hana, þá hvæsir hún bara og urrar eins og hundur.

Það er kannski svolítið fyndið að segja frá því. En þegar við tókum hana til okkar, þá vorum við nýbúin að láta gelda Tyrant. Það er greinilega ekki alveg ‘komið til skila’ í höfuðið á honum, að hann er ekki alveg fullgildur karlmaður lengur ;)
En þegar við fengum mús, þá var hún á þessu svakalegu lóðaríi að hálfa hefði hentað 8 öðrum læðum :P
Málið var að hún var allan sólahringinn alveg að drepast úr gre***. Æsti Tyrant bara enn meira upp þar sem hann vissi ekki alveg að hann var geldur. Og útkoman af því var nú ekki önnur en nokkrar svefnlausar nætur. Þar sem hann var syngjandi.. fyrir 7 ára piparjónku sem var að breima alveg 110%, en í senn klemmdi sig meira saman en María Mey í samlokugrilli. Hann kom nálægt, hún hvæsti og urraði.

En núna er hún hætt að breima og aðeins farið að róast hjá honum Tyrant :)
Fyrstu dagana fór hún ekki útúr sófanum í stofunni. Hún vildi lítið sem ekkert borða, og við þurftum að hafa sér kassa fyrir hana inní stofu svo hún migi ekki og skiti útum allan sófann eða stofuna. En Tyrant og Phantom þurftum við að loka inná baði.
Fljótlega fórum við að loka þau öll saman inná baði. Það hefur virkað nógu vel hingað til, þar sem hún er farin að fara útúr sófanum og labba meira um íbúðina, og í kassann inná baði, og í matardallinn sinn í eldhúsinu.
Hún er reyndar enn svolítið stygg í kringum strákana, en fer nær þeim með hverjum degi sem líður.

En núna erum við semsagt komin með eina yndislegu kisuna í viðbót, og bindum okkar vonir við að Mús, Tyrant og Phantom verði orðnir góðir vinir áður en langt um líður :)