Ég er búin að gráta úr mér augun óðinn litla dúllan mín varð fyrir bíl í gær og bílstjórinn stakk af en litla kisa tókst að komast heim hann skreið alla leið ég fór með hann uppá dýraspítala og hann var víst bara lærleggsbrotinn og farinn úr mjaðmalið hann átti að fara í aðgerð í morgun en í nótt dó hann úr heilablóðfalli ég er með tárin í augunum ég sakna hans og vildi óska þess að ég hefði getað kvatt hann,vinir mínir eru ekki í skilja hvernig mér líður mar veit ekki hversu sárt það er að missa fyrr en misst hefur og ég er að fara yfirum vegna þess að ég er að reyna að höndla þetta ein,enginn ætti að þurfa þess mér var talin trú um að hann myndi lifa þetta af svo ég kyssti hann bless þegar ég fór heim í gær ég vildi óska þess að ég hefði verið með honum lengur og ég veit að það eru einhverjir þarna úti sem hafa lent í þessu áður þetta er með því versta sem getur komið fyrir ég elskaði hann svo mikið og ég gat varla sett hann ofan í gröfina áðan ég vildi bara halda á honum til eilífða
Kveðja frá Stefaníu og persunum fimm:*