Danni er týndur!! :´( Kisinn okkar Danni týndist frá heimili sínu (Austurtúni á Álftanesi) í byrjun febrúar. Danni er rúmlega 1 árs, hann er hvítur með grábröndótt á hausnum niður á vinstri kinn og grábröndótta bletti sums staðar á búknum. Hann er frekar mjór og langur og hægra augað virðist minna en það vinstra. Danni er mjög gæfur, hann malar mikið og elskar að láta klappa sér. Danni sást síðast í byrjun febrúar vera að sniglast í kringum sendiferðabíl hjá heimili sínu. Hann hefur hugsanlega laumast upp í hann og þá endað einhvers staðar í Skeifunni í Rvk. Danni er með blá/köflótta ól með bláu merki með nafni sínu og heimilisfangi, hann er líka eyrnamerktur og merkingin er 03G51. Danna er sárt saknað og ef þið hafið einhverjar upplýsingar vinsamlega hafið samband í síma 565-5258 eða 894-5258.