hjálp sælir kisu hugarar

Ég er með smá vandamál í gangi sem ég verð að leysa STRAX!

Þannig er mál með vexti að kisan mín hann Lalli er 6 mánaða og hann er farin að taka upp á því núna að kúka á gólfið :( Hann er búin að gera þetta í 3 skipti. Hann pissar samt alltaf í sandinn. Og ég vil taka það fram að ég passa að þrífa kassann reglulega, þannig að þetta er ekki vegna lyktar eða vegna þess að hann er orðinn fullur. Kannski er þetta eitthvað óöryggi ég veit ekki.. við fórum nebla til danmerkur um daginn og vinkona mín var bara hérna heima á meðan og þá byrjaði hann á þessu.
Ég myndi ekki segja að hann væri beint útiköttur en ég reyni nú samt að hleypa honum út alltaf einu sinni á dag, hann er bara ekkert mikið fyrir að vera úti (já og btw, er það eðlilegt að kisur vilji ekki vera mikið úti..??) er þá ekkert skrítið að hann kúki ekki úti.

Ég vona að þið hafið eitthver ráð handa mér, því að þetta er orðið svoldið þreytandi og ógeðslegt.


Ok víst ég er að skrifa grein hérna á annað borð þá langar mig líka að forvitnast aðeins um hvort að einhver hérna eigi kött sem er með eða var með katta inflúensu? Lalli fæddist með svoleiðis því að mamman var ekki sprautuð.. við fengum sýklalyf hjá lækninum en samt lagaðist hann ekki neitt. Hann hóstar mjög mikið en er annars bara mjög eðlilegur.. leikur sér brjálæðislega mikið og hefur gott úthald. Læknirinn segir að það sé ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm með einhverjum lyfjum.. sýklalyfið var bara til að vinna á sýkingunni en kisan verður sjálf að vinna á veirunni. Stundum geta þeir það og stundum ekki. Það má tildæmis ekki sprauta Lalla eða gelda fyr en hann er orðinn frískur.
En mig langar að vita ef þið kannist við svona dæmi, hvort og hvenær kisurnar eru orðnar frískar.

Með fyrirfram kveðju
Stiffi