Komið þið sæl,
Mig langaði að skrifa um kisurnar mínar sem ég átti en varð að gefa. Eg ættleiddi 2 kettlinga frá Kattholti, systur sem við skýrðum Salka og Valka. Þær eru algjörar dúllur, komu með í heimsókn til mömmu minnar og hún gaf þeim mjólk og sagði kisunum að koma til ömmu…. fyndið…ég og kærastinn minn fýluðum okkur eins og mamma og pabbi. Ef við vorum að fara í sumarbústað eða í heimsóknir fengum við pössun fyrir stelpurnar eða tókum þær með í bílinn. Þeim fanst ekki gaman í búrinu en möluðu ef þær voru lausar hjá mér afturí( sem gerðist sjaldan vildi alltaf hafa þær í búrinu.) Þeim fans æðislegt að fá að kúra uppí hjá okkur, það var oft ekki svefn friður því að þær vildu láta klappa sér og svo vildu þær oft lúra á bossanum mínum!!! Þegar þær voru sendar fram að lúra þá voru þær mættar á dyrnar um leið og þær heyrðu í vekjaraklukkunni okkar. Eg eldaði fisk handa þeim um helgar og gerði kósý fyrir þær. Þær urðu báðar kettlingafullar og Salka eignaðist 7 kettlinga og Valka eignaðist 4. Þær voru rosalega duglegar mömmur og kettlingarnir voru algjörir englar. Við gáfum alla kettlingana og ég fékk nr hjá öllum sem ég gaf kettling svo að ég gæti hringt og athugað hvernig gengi með þá. Svo kom upp sú staða að ég og kærastinn minn hættum saman og ég gat ekki verið með kettina þar sem ég bjó og hann ekki heldur. Við urðum að gefa elsku kisurnar okkar og það var rosalega erfitt. Eg hugsa um þær daglega og er með myndir af þeim og kettlingunum hjá mér. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um þær. Mér finst ég hafa brugðist þeim með því að gefa þær bara frá mér. Eg vil að fólk átti sig á því að það er meira en að segja það að fá sér kött, það koma sterk tengsl og þeir taka tíma og þolinmæði og svo kostar þetta oft mikið. Mig langaði bara að létta á mér, sakna þeirra óendanlega mikið og vil að fólk átti sig á því að þegar maður fær sér kött er það ábyrgð og maður hugsar um þá eins og maður hugsar um sjálfan sig.