Halló!
Mig langar til að segja frá kisunum mínum, þeim Krúsíó og Krúsí.
Ég á þau reyndar ekki en, núna á ég kisu sem heitir Loppa.

Fyrst átti ég kisu sem hét Krúsí, ég fékk hana hjá frænku minni, mamma hennar Krúsíar hét Klementína.Ég átti Krúsí í 2 ár(held ég)
ég var bara 3-5 ára. Hún var mjög indæl og beit aldrei né klóraði, ég lét hana oftast í dúkkuvagna og keyrði með hana út um alt húsið, hún leifði mér bara tuskast með sig til og frá. Svo fékk hún kettlinga og varð mjög æst, fékk sér ekki einu sinni að éta, hún horaðist og horaðist, það endaði með því að við(reyndar foreldrar mínir, ég var svo ung)sendu kettlingana burt þótt þeir væru of ungir ennþá. Krúsí varð rólegari og varð aftur venjuleg. Svo varð hún aftur kettlingafull en þá……týndist hún:´(

Eftir að Krúsí týndist fékk ég annan kött sem hét Krúsíó, hann var leti-kisi en var samt algert krútt, hann var bróðir hennar Krúsíar. Hann var mjög furðulegur köttur, einu sinni fór hann til lang-ömmu minnar og mjálmaði þar eins og ég veit ekki hvað, loksins var opnað fyrir honum og hann fékk að koma inn, þegar amma mín sá að við áttum köttin hringdi hún heim til mín og ég var send til að ná í hann. Svo fór hann langt í burtu til ömmu minnar og afa sem bjuggu ekki nálægt mér. Hann fór mjög oft þangað, en það endaði með því að hann hvarf líka:´(

Núna á ég kött sem heitir Loppa og ég ætla að passa hana vel í þetta skiptið ;)

Kisu-kveðjur frá tordisb!
www.blog.central.is/-fab4 allir að kýkja;)