Halló halló kæru hugara:D!
Mig langar til að segja ykkur frá sætu kisunni minni, Títlu!

Við fengum Títlu af sveitabæ á Laugum í Reykjadal.
Hún á 4 systkini og fæddist útí fjósi! Hún er grá og með nokkuð mikið af hvítum blettum, ótrúlega grönn og með mjúkan feld.
Títla hefur kynnst mikið af bílferðum, því að við bjuggum í Mývatnssveit og hún þurfti að fara til dýralæknis á Húsavík og svo þegar við fluttum á Reykjavíkursvæðið…
Í Mývatnssveit veiddi hún mikið af fuglum (sama hvað við settum á hana margar bjöllur) og músum, og er hún örugglega komin af mikilli veiðiætt:)
Þegar við fjölskyldan, fluttum á Reykjavíkursvæðið var okkur sagt að það þyrfti að halda henni inni í minnsta kosti tvær vikur, til þess að hún myndi átta sig á því að þetta væri heimilið hennar. En hún slapp út á þriðja degi.
Vinkona mín hafði lánað okkur hundaól (á dverghunda) til þess að við gætum farið með Títlu út að pissa á leiðinni til Reykjavíkur. Við leyfðum henni á þriðja degi, af því að hún var byrjuð að mjálma svo mikið, að fara út í ólinni, bundna við eitthvað tré.
En einhvern veginn slapp hún út og rataði alveg heim, greinilega búin að venjast öllu strax;).
Svo núna í sumar gaut hún 4 kettlingum sem voru algjörar krúsídúllur. Það voru tveir högnar og tvær læður.
Einn hét Pinni, hinn hét Snúra (vissum ekki að þetta væri högni), ein hét Næla og hin Klemma. Allir voru þeir svartir og hvítir eins og pabbi þeirra.
Allt var þetta skemmtilegt. Að sjá þá klöngrast upp úr körfunni, sofa á hvorum öðrum, elta á sér skottið og fara í (gamni?) slag. En ég viðurkenni að með tímanum fékk ég leið á að þeir pissuðu í blómapottana og voru í gardínunum. Allavega náðu við að koma þeim öllum á heimili og ég vona að þeima líði vel.

Þegar allir kettlingarnir voru farnir varð Títa aftur venjuleg. Róleg en samt mjög oft úti. Samt er eins og hún sé aðeins minna úti núna, og hún hefur sko fitnað miðað hvað hún var áður (tannstöngull!). Við vitum ekki afhverju, kannski er aldurinn farin að segja til sín en hún verður 3 ára í ágúst;)

-AnnaPotte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*