Nú jæja!!
Ég á kött sem heitir Pési, þetta er áttundi kötturinn sem ég hef átt en þessi er nokkuð öðruvísi en hinir.
Rétt eftir lát kattar nr.7 kom Pési sporlaust fyrir framan húsið mitt og tísti sakleysislega, ég hleipti honum inn og gaf honum mjólk. 7undi kötturinn var nýlátinn og allt stóð þarna bara bíðandi eftir Pésa (matur, leikföng o.fl.) svo að ég bara tók við honum vegna þess að hann hafði hvorki ól né eyrnarmerkingu.
Á þessu augnabliki var hann Pési lítill og horaður en síðan byrjaði hann að éta og éta og éta, frá hálfu kílói í eitt, frá einu í þrjú og getiði hvað, núna er hann 3 ára gamalll og 6 og hálft kíló!!!!!!! Hann étur gjörsamlega hvað sem er. Alllt frá gúrku í poppkorn.
Ég bý svona nokkurn veginn útí sveit og hann er alltaf að veiða hagamýs og fugla (hann nær þeim allavega). Þegar hann nær þeim og kemur með þá verður mamma mín öskureið og tekur það sem er eftir af fuglinum og bindur á ólina hans (bragð sem hún gerði við gamlan kött sinn því þá hætti hann að veiða) en hvað, Pési bara át leifarnar á einhvern ótrúlegann hátt.
Þrátt fyrir þetta er hann yndæll ,hann elskar að leika og er mjög kelinn :)