Sæl veriði aftur.
Ég hef skrifað eitthvað um þetta mál hér áður en kem nú aftur með svipaðar pælingar því ég vil vera alveg handviss um þessi mál og vona að þið getið leiðbeint mér.

ég á tvær innikisur. mér þykir ægilega vænt um þær. ég er lítið heima sem þýðir að þær geta ekki verið mikið með mér og ég með þeim. þær hafa bara hvort annað. nú er svo komið að ég er svo lítið heimar að ég er kominn með samviskubit. ég vil að þessir kettir njóti lífisns betur því eins og er hafa þau bara hvort annað og geta sig hvergi hreyft því að veggirnar stoppa þau.

ég vil veit þeim meira líf því þetta er ekkert líf. högnin er að farast úr útþrá. hann situr bara í gluggakisstunni og “grætur”. ekki þetta venjulega mjálm, helædur svona sorgar-mjálm. hann vill út og ég skil hann vel þegar hann lyktar af útiloftinu í gegn um rifuna á glugganum.

það þarf ekki vísindamann til að sjá að þessir kettir eru leiðir og daprir á þessu… alltaf inni og engin hjá þeim.

mig langar að hleypa þeim út.
síðast las ég að fólk hafi gert það með góðum árángri. vanir innikettir geti breyst í káta úti-ketti sem gera það sem þeir vilja.

hvernig fóruð þið að þessu?
hvernig ber ég mig að?

endilega hjálpið mér því að við erum að springa!!!

takk