Jæja kæru kattavinir nú styttist í að Róbert Óskar (1.árs) fari aftur í aðgerð því það þarf að fara að fjarlægja úr honum vírana sem voru settir í lærlegginn á honum til að græða lítil bort framaná hnéð á honum. Hann er búinn að vera í stóru búri í borðstofunni í 4 vikur og svo sl. 2 vikur hefur hann verið bundinn við litla tágarbúrið sitt sem hann dregur á eftir sér um húsið. Hann var orðinn frekar órólegur í búrinu svo það gengur mikilu betur núna,ég set hann svo hér út við hús og festi hann við þakrennuna….að sjálfsögðu með tágarbúrið sér við hlið svona ef hann vill liggja inni….það er frekar fyndið að sjá fólk labba hér framhjá það glápa allir á köttinn með sköllótta fótinn sinn. Beislið losnaði nú reyndar eitthvað fyrir viku síðan og hann reyndi að stökkva upp á eldhúsborð til að komast út um gluggann, en var enn með ól um hálsinn sem var föst og hefur því hlunkast einhvernveginn utaní eldhúsinnréttinguna og fékk kúlu á hnéð ég var skíthrædd um að hann væri búinn að eiðinleggja aðgerðina en bólgan hefur sem betur fer hjaðnað svo þetta hlítur að vera í lagi. Ég læt heyra frá okkur þegar hann verður búinn að fara í þessa aðgerð.