Ég og fjölskyldan mín ákváðum einusinni að fá okkur kött til að halda músunum í skefjum. Við búum í sveit og kisan átti að verða fjárhúsaköttur en þegar að við fengum hana þá var hún svo pínulítil (8 vikna) að við gátum ekki sett hana þangað. Mýsnar hefðu étið hana!
Við fengum kisuna hjá konu sem pabbi minn kannaðist aðeins við og þá hafði kisan aldrei séð fólk áður. Læðan sem átti kettlingana bjó nefnilega í útihúsi og var mjög fælin. Við gátum valið úr þremur kettlingum. Tveir voru gulbröndóttir og konan sagði að það væru alveg örugglega fress vegna þess að gular læður eru ákaflega sjaldgæfar. Svo var einn grábröndóttur kettlingur sem var miklu fíngerðari en hinir og konan sagði að það væri alveg örugglega læða svo að við völdum þann grábröndótta. Við vildum nefnilega læðu vegna þess að þær eru heimakærari og strjúka síður. Við fórum með kettlinginn heim og hún var skíthrædd við fólk. Við skírðum hana Bröndu. Branda stækkaði hratt og hætti að vera hrædd við okkur.
Svo þegar Branda var orðin svoldið stór þá fengum við okkur pínulítinn hvolp sem við skírðum Týru. Týra var minni en Branda þegar að við fengum hana og Branda ól Týru eiginlega upp.
Þær voru alltaf að slást(bara í gamni) og það var fyndnast þegar að Branda elti Týru.
Bröndu þótti gott að sofa í bleiku dúkkurúmi með bleikan bangsa og þegar að hún stækkaði þá var hún svo mikið krútt að við gátum ekki sett hana útí fjárhúsið svo að hún varð bara innikisa.
Þegar Branda stækkaði þá komumst við að því að “hún” var fress. Við urðum mjög hissa á þessu en svo skírðum við Bröndu einfaldlega uppá nýtt og þá hét “hún” Brandur. Við ætluðum alltaf að láta gelda Brand en það einhvernveginn gerðist aldrei.Brandur strauk síðasta vor og ég hef ekki séð hann síðan.


Takk fyrir mig.
Kv. IBEX