Sælt verið fólkið.

Mig langar svo að segja hvað ég gerði í gær :D er nefnilega að springar úr stolti :)

Þannig var þetta að ég fór á dýraspýtalan í Víðidal til þess að tala við einn dýralækninn, þegar ég kom á staðinn kom kona inn með litla kisu. Hann heitir Hnoðir og fæddist í april á þessu ári, er því mjög ungur.
Vegna ofnæmis gátu þau ekki átt kisuna og ætluðu að svæfa hana. Og eins og ég er, er ég svoldið forvitin að vita afhverju átti að svæfa hana, því hann leit rosalega vel út, en það var vegna ofnæmis að þau gátu ekki átt hana.
Ég var næstum því farin að gráta þegar á vissi þetta og sagði án þess að hugsa svoldið hvort ég mætti taka hann.
Kona var svo ágæð og sagði strax já, þau voru búin að reyna gefa hann en það gekk ekkert.
Svo að ég tók litlu kisuna, en vissi ekki alveg hvað ég átti að gera, því sjálf á ég tvo hunda og gat því ekki farið með hann heim til mín.
Ég fór í vinnunna hjá mömmu minni og pabba, til þess að reyna fá eitthvað af vinnumönnunum til þess að taka við honum.
Og vitimenn, einn af þeim tók við honum.
Þannig í gær bjargaði ég lífi og gaf honum nýtt heimili :D

Kveðja aaaaa