Ég er nýbúinn að skrifa grein um tíkina mína hana Birtu á hundar og núna er tími til að skrifa um köttinn minn hér. Ég á kött sem að heitir Sesar og hann er hvítur og grár á litinn. Hann er mjög lítill og er bara 9 mánaða. Hann var samt miklu minni þegar að við fengum hann. Það var ég sem að vildi hann, kærestann fékk hundinn sem að hana langiði svo í og ég fékk köttinn minn. Svo fengum við okkur líka fiska.

Hann Sesar á ekki marga vini, það er hundurinn okkar hún Birta svo á hann örugglega fleirri vini sem að hann hittir þegar að hann er úti. Svo er einn annar köttur sem að frændi minn á, sá köttur er orðinn mjög gamall og gæti verið að deyja bráðum, ég veit samt ekki alveg hva gamall hann er. Sá köttur heitir Brandur og er bröndóttur. Við hittum hann ekki oft en svona 1 sinni á tveimur mánuðum eða eitthvað nálægt því.

Uppáhaldsdótið hans Sesars er svona lítill bolti sem að ég keypti áður en að ég fékk hann Sesar minn. Sko þetta er svoan lítill svartur bolti með svona gulum dplum á. Svo er svona bómull inn í, hann Sesar er alveg búinn að tortíma þessum bolta, hann er alveg rifinn sko, hann leikur sér stundum að taka bómull úr og svo er það mitt verk að koma honum aftur ofan í. Það er eitt sem að honum finnst gaman að gera og það er að naga allskonar bönd, eins og hleðslutækið til að hlaða gemsann minn, símasnúruna, þegar kærestan er að prjóna ræðst hann stundum meira að segja á garnið. Hann er nú meiri kallinn hann Sesar.

Hann Sesar borðar svona Whiskas þurrmat, það er svona risastór poki með þurrmat ofan í og svo er helt ofan í littla bláa skál, ég geri það bara stundum en oftast er það kærestan mín sem að sér um að gefa honum að borða. Hún drekkur líka mjög mikið að mjólk og það er pottþétt uppáhaldsdrykkurinn hennar. Maður er allltaf að hella mjólk í skálina hans og hún þambar hana svo bara í sig. Svo er líka dálítið annað sem að hann elskar og það er fiskur, þegar það er fiskur í matinn hjá okkur þá fær hann alltaf smá bita og hann elskar það. Fiskur er örugglega uppáhaldsmaturinn hans en versti maturinn minn.

Uppáhalds staðurinn hans er inn í stofu, undir borðstofuborðinu. Ég skil ekki hvað er svo spennandi við þann stað en einhvern veginn vill hann Sesar minn alltaf bara fara þangað. Honum finnst líka mjög gaman í sturtuklefanum inni í gestaklósettherberginu.

Ef að eitthvað fleirra um gerast hjá Sesari skal ég láta vita af því hérna á þessu frábæra áhugamáli.

Kvðeja Jackson5