Ég er nýbúinn að skrifa grein um kött sem að frændi minn var að fá. Hvað með það. Þessi köttur heitir Kleopatra, kallaður Kleo og Tooface og það er hægt að lesa allt um þann kött ef að þú ferð bara á grein sem að heitir “Frændi minn var að fá kött” og þar er greinin.

Ég var mikið með frænda mínum um helgina og gisti meira að segja hjá honum tvær nætur í röð. Ég og hann vorum mjög mikið að leika við hana Kleopötru. Svo gerðist það að ég var búinn að leika lengi við Kloepötru með uppáhaldsleikfangið hennar sem að er íkorni sem að hengur í bandi og hún er búin að klóra hann á fullu. Svo fór ég með hana upp á sófa og ætlaði að róa hana niður. Ég lagðist svona hliðin á henni og síðan leit ég á hana og þá horfði hún svona á mig. Svo allt í einu klóraði hún mig í augað, ég náði reyndar að loka auganu svo að hún klóraði bara í augnlokið. Þetta var frekar vont, en ekkert alveg ógeðslega. Mér sveið samt bara eitthvað smá í augað eftir þetta. Svo bara fyrirgaf ég Kleopötru aðvitað, hvað annað gat ég gert, gat ekki verið í fýlu út í svona lítið krýli. Og eftir svona mínútu var ég byrjaður að leika við hana Kleopötru aftur.

Eftir ferðina til frænda míns er ég allur út í sárum eftir Kleopötru og með fult af rispum á hendinni, hún hefur eitthvað mjög gaman að klóra fólk, svo beit hún mig einu sinni þegar að ég hélt henni og hún vildi komast niður.

Svo ætla ég að segja frá öðru sem að gerðist heima hjá frænda mínum. Ég settist svona í sófann hliðin á Kleopötru og fann einhverja skítafýlu. Ég fattaði ekkert hvað gerðist, svo sá ég þennan risastóra kúk hliðin á henni Kleopötru, hann var risa stór, ég var alveg VÁ, hvernig getur svona lítill köttur kúkað svona stórum kúk. Svo sagði ég mömmu frænda míns frá þessu og þá tók hún Kleopötru upp og lét nefið á henni kloepötru upp við skítinn og sagði skamm. Mér finnst að hún hafði átt að verða skömmuð smá svo að hún myndi læra að hún eigi ekki að kúka á sófann en það sem að mamma frænda míns gerði var aðeins og harkalegt finnst mér og ég vokenndi Kleopötru smá. Það var alveg far eftir kúkinn á sófanum, þetta var viðbjóður.

En núna hef ég ekki neitt að segja í bili.

Kveðja Birki