Á Fimmtudeginum 30 Október var Frændi minn hann Nonni(Kinarulla) að fá kettling. Ketlingurinn er kvenkyns og heitir Kleopatra. Hún er yrjótt á litin, svona frekar dökk og líka á nokkrum stöðum er hún aðeins ljósari. Þau fengu Kleopötru frítt en hún er alveg jafn verðmæt fyrir það, alveg jafn mikil dúlla. Hún er pínku lítil og algjör dúlla, hún er mjög sakleysisleg á svipinn, það gerir hana mjög krúttlega. Frændi minn sem á hana býr úti í sveit og þar er músagangur og ef maður opnar glugga getur mús komið inn. En hún Kleopatra fann mús sem var búin að koma sér fyrir inn í geymslu og þar var heil músafjöslkylda og gettið hvað? Kleopatra drap allar mýsnar.

Kleopatra er stundum kölluð Kleo, ég þekkti einu sinni kött sem að vinur minn átti enn er núna fluttur til Eigilstaða og hann hét einnig Kleopatra og var kölluð Kleo alveg eins og hinn Kleo sem að frændi minn var að fá.

Hún elskar að fá svona þurrmat að borða og hún vill líka drekka mikla mjólk, það elskar hún eins og flest allir kettir gera. Hún á uppáhaldsdót og það er einhvers konar íkorni sem að hengur í bandi og hún Kleopatra hefur gaman af því að naga hana, rífa og klóra. Svo á hún líka uppáhaldsstað og það er sófinn, veit ekki hvað er svona spennadni þar en hún vill oftast bara vera þar.

Hún á fimm systkyni, þrír bræður hennar dóu við fæðingu en hún og systir hennar lifðu. Það er leitt að heyra að allir bræður hennar dóu en þetta gerist mjög oft og maður verður bara að sætta sig við það. Ég er mjög mikill dýravinur og t.d. í bíómyndum verð ég meira sorgmæddari þegar dýr daeyja heldur en þegar menn deyja. Þegar dýr deyja þá segi ég alltaf “Hún er ekki dáin, hún er ekki dáin” og reyni að hugga mig við það.

Hin systir hennar er ennþá til sölu, reyndar ekki til sölu því að hún er frí en ég og fjölskyldan mín erum að spá í að fá okkur hana þótt að mamma sé með óþol fyrir köttum, en það er ekkert það mikið svo þetta gæti gertst. Sá köttur er mjög líkur Kleopötru en bara aðeins ljósari á litin. Ég er alveg suðandi og suðandi og mamma er alveg að fara að samþykja, ég finn það á mér. Ég sagði við hana að hún þyrfti ekkert að vera alltaf að halda á henni og þannig vegna óþolins nema ef að hún vildi, hún þyrfti kannski stundum að hella mat í skálina nema að hún væri líka á móti því, ég skildi þá sjá um það. Svo yrði það ég sem myndi dekra við kisuna og sjá um að vera með henni og mamma yrði laus við alla vinnuna, nema að hún vildi það.

Vona að þetta hafi verið nógu áhugavert.

Kveðja Birkir, Nonni og Kleopatra