Simbi heimilisköttur. Simbi minn á afmæli í dag, eða réttara sagt í gær 24. Október.
Sjö ára gamall er hann.
Ég var viðstödd fæðingu hans því ég “átti” mömmu hans, sem var ansi dugleg að gjóta kettlingum. Alltaf tókst mér að finna heimili fyrir kettlingana, en ég vissi um leið og Simbi fór að sýna karaktereinkenni að þennan kött vildi ég eiga.
Hann var sko ekkert smá ljúfur og yndislegur, þegar ég tók hann upp og hélt á honum pínulitlum, þá lagðist hann í lófann og lá helst á bakinu. Hann svaf upp í rúmi hjá mér og kúrði sig í hárinu mínu. Hann elti mig út um alla íbúð eins og hundur.

Simbi er inniköttur og hefur alla tíð verið. Hann fékk að fara út á svalir í íbúðinni þar sem ég bjó áður en ég flutti í núverandi íbúð, og hann datt einu sinni niður af svölunum.
Sem betur fer var nú fallið ekki hátt og ekki hafði ég hugmynd um að Simbi væri horfinn strax, ekki fyrr en ég fór að undrast um hann og sá að hann var hvergi í búðinni og ekki á svölunum.
Ég fór út og leitaði og leitaði en fann hann ekki.
Stuttu eftir að ég gafst upp á leitinni var hringt á bjöllunni hjá mér, ég opnaði og þar var komin kona sem bjó í næsta húsi við mig, með skjálfandi og vælandi Simbann í fanginu.
Hún hafði heyrt í honum vælið og gengið á hljóðið og fann hann undir kyrrstæðum bíl þar sem hann kúrði sig skjálfandi og titrandi, skíthræddur við umhverfið og hávaðann í umferðinni.
Sá var nú ánægður að komast inn til sín og passaði hans sig vel
eftir þetta og datt aldrei niður af svölunum aftur!

Mamma hans var mjög fallegur köttur (og er eflaust enn, ég gaf hana upp í sveit) blíð og góð þegar að henni þóknaðist en gat líka verið grimm og henni linnti sko ekki við hvern sem er.
Simbi fór í taugarnar á henni þegar hann stækkaði og mátti hann ekki koma of nálægt henni, þá hvæsti hún á hann og sló til hans.
Simbi hins vegar var stríðnispúki og notaði hvert tækifæri til að stríða mömmu sinni, stökk á hana og hamaðist í henni þar til hún varð alveg vitlaus.
Þetta var bara leikur hjá Simba og þó svo að mamma hans hafi verið ofsapirruð og hafi hvæst og slegið í áttina til hans, þá beit hún hann aldrei eða meiddi hann.

Simba hefur alltaf linnt voða vel við alla ókunnuga ketti.
Hann er svo meinlaus og vill bara hnusa að þeim og svo leika við þá . En yfirleitt er það nú ekki gagnkvæmt:).

Allir vinir mínir og fjölskylda mín dýrka Simba, segja hann besta heimiliskött sem fyrirfinnst, og er ég sammála því.
Hann er algjör kúrulingur, fær að sofa upp í rúmi, sofnar við koddann minn á kvöldin en færir sig svo til fóta og liggur þar þegar ég vakna á morgnanna.

Við fluttum fyrir tveimur árum síðan og þá fór mamma hans á nýtt heimili upp í sveit. Ég gat ekki haft hana lengur því ég var að flytja á þriðju hæð í blokk og hún er svo mikil útikisa.
Simbi var fljótur að aðlagast nýja heimilinu sínu og á sinn stað í íbúðinni, sem er hægindastóll inní stofu.

Ég eignaðist barn fyrir einu og hálfu ári síðan og aldrei hafði ég áhyggjur af því að vera með kött eins og Simba saman með ungabarni. Fyrst eftir að ég kom heim með barnið af fæðingardeildinni þá var Simbi hræddur við þessa pínulitlu
mannveru en fljótlega fór hann þó að færa sig upp á skaftið og á endanum lá hann alltaf hjá barninu. Aldrei lá hann ofan á barninu, bara við hlið þess og hann sótti í að liggja hjá því.
Nú er barnið eins og hálfs árs gamallt og finnst voða gaman að klappa og kúra hjá Simba en getur orðið stundum ansi harðhent.
Simbi er eins og gamall afi, hann mjakar sér varlega undan barninu og forðar sér. En er svo alltaf komin aftur eftir smá stund og liggur hjá barninu meðan það er að leika sér.

Simbi er alveg frábær köttur og langaði mig bara til að segja aðeins frá honum á afmælinu hans.