Hafið þið veitt því athygli að gæludýrin mannst taka oft á sig persónueinkenni þess sem á þau? Eins og til dæmis kisan mín, sem ég er búin að eiga í 10 ár, hún er rosalega svipaður karakter og ég sjálf. Hundur sem systir mín á, hann varð svipaður karakter og hún og svona hef ég tekið eftir með fleiri dýr. Einn köttur sem við áttum öll saman á heimilinu, hann hafði einhverja punkta úr okkur öllum, og var því svona sambland af öllum í fjölskyldunni, sem kom mjög skemmtilega út!!
En hafið þið tekið eftir þessu, eða er þetta bara eitthvað sem ég ein sé???