Kettir Ég held mikið upp á ketti og er oft að skoða myndir af sætum köttum sem ég finn á netinu og oftast skoða ég kettlingana því þeir eru lang sætastir.

Mér hefur alltaf mjög mikið langað í kött en mamma mín er með ofnæmi fyrir þeim svo ég mun ekki getað fengið mér fyrr en ég flyt að heiman en það verður ekkert á næstunni, ég er ekki einu sinni orðinn tólf ára. En ég hugsa að mig langi frekar í hund því að kettir eru alltaf úti og það er ekkert gaman að eiga kött sem maður hittir aldrei og er bara úti allan daginn. Ég vil frekar fá mér hund sem ég get leikið mér við, mér finnst vera miklu meira tilgangur í því. Svo finnst mér mjög gaman að fara út í göngutúra með dýr og það er held ég ekki hægt að vera með kött í bandi eða ég hef alla veganna aldrei séð það gerast.

Einn vinur minn á kött sem heitir Óskar og hann fer aldrei út og þannig kött væri ég til í að eiga. Svo er annar krakka sem er í skólanum mínum en ég þekki hann ekkert rosa vel og hann á fimm ketti og enginn af þeim fer út. Það eru þannig kettir sem mig langar í en ekki þessa sem eru úti allan daginn og maður sér aldrei.

Kveðja Birki