HÆ. Ég er glæný hérna en langar samt að skrifa um litlu kisuna mína.
Í fyrra,varð ég hrikalega veik fyrir kisum og var sínöldrandri í mömmu og pabba um að fá kisu, en systkini mín voru ekkert spennt fyrir því, en ég hætti ekki að nöldra og suða. Svo rétt fyrir jól fór ég með vinkonu minni og náði í símaskrána og hringdi í öll sveita símanúmer sem ég fann og spurði hvort þau væru með kettlinga, og til mikilla furðu voru allnokkrir með kettlinga. En ég fékk auðvitað engan af þeim. Aðfangadagur leið upp og ég var að gefa upp vonina þegar mamma kom til mín og sagði að hún og pabbi hefðu fundið lítinn svartan og hvíta fress og væri hann væri að koma núna um kl 4. Og ég auðvitað alveg trylltist af kæti. Þennan kettling fékk ég semsagt í jólagjöf frá mömmu og pabba og hann heitir Eddi og er algjör rúsínubolla. Lífið í fjölskyldunni hefur gjörsamlega breyst síðan hann kom, hann er svo æðislegur, ég veit ekki hvað ég er búin að leggja mikið á mig til þess að honum líði sem best, búin að smíða tvö lítil hús sem eru inni í þvottarhúsi, það fyrra eiðinlagðist o.fl. En það sem er fyndið við hann að hann talar við mann, svona lágt mjá þegar maður talar til hanns og svo veltir hann sér alltaf á bakið og vill láta klóra sér á maganum, þvílíkur hundur og hann kann líka að sækja bolta og fyrir það færi hann ost sem honum finnst æðistlegt. En í gær 9. oktober átti hann einsárs afmæli, ég skrifaði á gulan miða og skreytti einhverja kveðju og setti fyrir aftan hann þar sem hann lá á teppi í sófanum og hann velti sér fyrir mig…..
Ég vildi að ég gæti sent mynd af honum núna en geri það örugglega seinna.
Bæ, bæ vonandi að þið hafið gaman að lesa um hann, og ég skrifa vondandi meira um hann….;-)