Sælt veri fólkið,

Mig deila með ykkur lítilli sögu um hvernig mín fyrstu kynni af köttum voru.

Þegar ég var um það bil 10 ára fór ég að heimsækja afa minn í stykkishólmi. Einn daginn þegar ég kom heim(til afa eftir að hafa verið úti) sá ég þennan sæta heimilskött.
Hann var brúnbröndóttur að lit og virtist vera eitthvað að snuðra í kringum húsið hans afa. Ég strauk honm aðeins, um leið og ég var búinn að sleppa af honum hendinni stökk hann á mig og beit mig fast í hendina, og ekki nóg með það því hann hékk á mér öruglega í 10 sek og klóraði mig líka þegar ég gat lokst hent honum af mér. Ég fór audda að grenja, allur út klóraður og bitinn. Pabbi fór með mig uppá slisó til að láta líta á sárin. Þegar ég kom heim og langan tíma eftir það var ég með hálfgerða katta fóbíu, ég ætlaði mér að finna þennann kött og hreinlega bara að drepa hann. Sem betur fer gerðist það ekki. Ég læknaðist eiginlega ósjálfrátt af fóbíunni og fór aftur að hafa gaman af köttum.
Mörgum fannst skrítið að ég skildi jafna mig svona fljótt á þessu, en við því voru engin svör.
Á seinni árum hef ég farið að spá í þennann kött sem beit mig og kommst að þeirri niðurstöðu að það hefði verið farið illa með hann. Hvers vegna myndi hann annars bíta?? Þetta var enginn villi köttur, maður sá það nú. Kisi hefur líklegast haldið að ég ætlað að slá til hans og viljað vera fyrri til.

Síðastliðið vor spurði systir mín hvort við vildum fá kött, kisa vinar hennar hafði nefnilega verið að eignast 4 kettlinga. Skrítið, bæði mömmu og pabba virtist lítast vel á þetta. Þau sem aldrei höfðu viljað fá neitt dýr á heimilð.
Við fórum og kíktum á kettlingana, þeir voru alveg æðislegt krútt:) Við tókum einn fress, hann Snúð, mig minnir að hann hafi verið um 12 vikna þegar ég fékk hann.
Það var geðveikt fynndið að sá þessar litlu dúllur hlaupa þarna í brjálæðislegum eltingarleik á gólfinu. Snúður var svo mikill kjáni að hann hélt að hann ætti að kúka í blómakerið, sem var frekar stórt(1-1og1/2 m):D
Mér þótti strax alveg æðislega vænt um köttinn og var nánast heima allt fyrsta sumarið sem hann var hjá okkur og lék við hann á milli þess sem ég gældi við hann. Snúði fynnst reyndar ekkert gott að láta halda á sér of lengi, en honum fynnst voða gott að fá klapp og klór, síðan er hann svo mikill orkubolti að maður þarf helst að leika við hann allann daginn=) Kisi tekur alltaf á móti mér og vill helst bara lúlla í bólinu mín og gefur mér ekkert pláss=)

Ég hef líka verið að spá í að fá leikfélaga fyrir kisa og þegar að því kemur vona ég að þeir verði góðir vinir :))

Beztu Kveðjur,


p.s. hér eru nokkrar myndir af snúði: