Hæ kattavinir. Nú er ég búin að ákveða að fá mér annan kött, læðu. því eftir góða umhugsun fengum við okkur kött sem verður árs gamall í desember og er fress sem allir elska út af lífinu hér á heimilinu og reyndar svo mikið að það er rifist um að hafa hann fyrir framan sjónvarpið og hver á að fá að hafa hann uppí hjá sér, litla dúllan er svo hænd að okkur og ég vona bara að hann springi ekki úr afbríðisemi þegar við finnum litla systir handa honum. Ég er alin upp við það sjálf að hafa ketti á heimilinu og gleimi aldrei þegar læðan okkar eignaðist kettlinga og langar óskaplega til að leifa börnunum mínum að upplifa það einu sinni og taka hana svo úr sambandi,(hef engar áhyggjur af því að losna við þá, myndi aldrei láta lóga þeim) ég veit að til er nóg af köttum en finnst samt ótrúlega erfitt að finna læðu sem kemur af góðu heimili því ég á svo góðan kött fyrir og sætti mig ekki við að fá einhvern sem er búið að fara illa með og er taugaveiklaður eða eitthvað þessháttar. Jæja get varla beðið að finna litlu prinsessuna og er að fara yfir greinar hér á hugi.is/kettir í þeirri von að finna þá réttu.