Margt bendir til að Síamskettir séu í rauninni upprunir í Suð-Austur Asíu. Helst er haldið að þeir séu konir af Bengalköttum. Þeir eru grannvaxnir liðugir og vöðvastæltir, með mjótt og Fleyglaga höfuð, langa og granna fætur, og mjóslegna rófu.
Grunliturinn er rjómagulur. Dekkri litur og brúnleitari er í andliti, á eyrum, loppum og rófu. Augun eru blá. Kettlingarnir eru ljósari á feldin en fullorðnu dýrin og dökku svæðin ekki eins greinileg. Liturinn dökknar með aldrinum. Síamskettir eru skapmiklir og skrækja hásstöfum. Breimið í þeim getur komið viðkvæmum nágrönnum i uppnám. Þessir kettir þurfa að hafa náin tengsl við fólk og þurfa að eiga meiri möguleika til leikja og hvers kyns athafnasemi en önnur kattakyn. Og geta einnig ekki verið mikið einir!