Þegar ég bjó í blokk með mömmu, á Skaganum, þá áttum við einn yndislegan kött, sem hét Koli (það hét hann því hann var svo svartur)
Svo einn daginn þá fór mamma með ömmu, út sveit en amma var að fara með hundinn sinn; Lady, út í hundaland… Mamma ákvað að taka Kola með, af því henni fannst hann eiga skilið að fá aðeins að hlaupa um, því við bjuggum í þriðju hæð, í blokkinni.

Ok ég var ekki með þeim, þannig að mamma sagði mér frá þessu þegar ég kom heim…

Koli var ekki heima, ég spurði mömmu af hverju það væri… Hvar væri kötturinn?
Hún sagði að hún hefði tekið hann með, út í sveit og hann hafði týnst…

Ég varð gegt áhyggjufull og´hélt hann mundi drepast, þarna þar sem hann var ekki vanur svona miklu frelsi…

Ég fékk fullt af fólki til að láta mig vita ef það sæji, hann einvhers staðar á flakki…

Hann var búin að vera týndur í næstum 3 vikur þegar mér sýndist ég sjá hann nálægt einu húsi sem var stutt frá blokkinni okkar… En jæja, svo hvarf hann og ég og vinkona min fórum heim til mín og náðum í skál, mér datt í hug að lokka hann aðeins nær blokkinni.

Það tókst… um kvöldið var hann kominn aftur og mamma og ég náðum í hann og fórum með hann heim.

Koli var grindhoraður… og át heilar þrjár skálar af mat….

Svo var það einn morguninn rúmri viku eftir að við fundum hann… fengum við kvörtun frá einni nágranna konunni, út af Kola.

Hún sagði að hann hafði skitið á svalirnar sínar, en hún bjó fyrir neðan okkur…. hún vildi að við mundum láta lóga Kola…

éG vildi náttúrulega ekkert að það yrði gert. En fékk engu að ráða.

Honum Kola var lógað, út af þessari einni kvörtun (blokkareigandinn var mjög frekur maður) en þegar við fengum hann þá höfðum við dinglað hjá hverjum einasta íbúa, í okkar dyragangi og við vorum með Kola með okkur og spurðum fólk hvort það væri ekki í lagi ef við mundum vera með kött í blokkinni. Það var enginn á móti, því öllum fannst Koli yndislegur.

Jæja, nema þessari einni konu.

Svo stuttu seinna, eftir að búið var að lóga Kola, þá hringdi kona í mömmu, og sagði henni að hún hafði gefið Kola að borða, en þá var það hún sem bjó í húsinu þar sem við fundum hann, og hún vildi endilega taka hann að sér.

En því miður var það of seint, þ´ví við vorum þegar búin að lóga honum….
Miss mistery