Eftirfarandi er frétt sem ég sá í Fréttablaðinu

Átak er hafið á Ísafirði í að hreinsa bæinn af villiköttum.
Nú þegar hafa veiðst 40 kettir á Ísafirði og Flateyri!
Valur Richter meindýraeyðir hefur veitt villiketti í 6 ár.
,,Þetta er heldur meira í ár en venjulega.
Þeir safnast saman í kjöllurum sem standa opnir,” segir hann
Hreinsunin fer þannig fram að búrum er komið fyrir með ilmefnum sem tæla kettina inn.
Valur stendur frammi fyrir því að meta hvort um er að ræða villiketti eða heimilisketti. ,,Það sést greinilega hvort um er að ræða villiketti. Þeir eru grindhoraðir og grimmir. Þeir eru líka mjög oft illa farnir í hárum og oft lemstraðir og nokkrir voru fótbrotnir. Ef kötturinn er í góðum holdum og fallegur í hárinu, þá sleppur maður honum, þó hann sé ómerktur,” segir Valur.
Hreinsunin er nýhafin og er talið að minnst 40 villikettir til viðbótar séu á sveimi í Ísafjarðarbæ.
Eftir að þeir eru klófestir er þeim lógað og jarðneskar leifar þeirra brenndar í sorpvinnslustöðinni.

Ég ætla að byrja á því að segja að ég skil ekki hvað er að sumu fólki!
Fólk á að gelda kettina sína ef það getur ekki tekið á móti afleiðingunum.
Það þarf að lóga ca.80 kisum (í þessu tilfelli) út af því að fólk einfaldlega lætur ekki gelda kettina.
Fólk á að reyna að gefa kettlingana og ef það gengur ekki á í síðasta lagi að henda þeim út, því þá endar það með því að það þarf að lóga miklu fleiri kisum
en annars hefði þurft!
Ég veit að sumum finnst svo hrikalega dýrt að gelda kettina sína og blablabla.
En það borgar sig miklu frekar en að þurfa að láta lóga litlum sætum kisum!
Ég veit að það hafa komið dálítið margar greinar um að það sé best að gelda kettina og framvegis en eftir að ég las þessa frétt úr Fréttablaðinu þurfti ég að koma fréttinni og því sem mér finnst á framfæri!

Kv,
Agatha
————————————————-