Góðan daginn, þetta er fyrsta greinin mín hérna þannig að verið góð við mig. Svo vill til að ég á kött sem er kominn á ágætis aldur, hann er orðinn 13-14 ára í mannsárum og ég hef ekki gvend um hvað það er í kattarárum. Upp á síðkastið þá hefur kötturinn farið að haga sér soldið skringilega. Það er eins og hann viti ekkert hvað hann vilji, hann fer fyrir framan matardallinn og röflar og röflar og röflar um mat, svo ef maður gefur honum smá bita þá labbar hann burt og lætur matinn rotna í dallinum, svo röflar hann og röflar og röflar um að fá að fara út og svo þegar maður hleypir honum út labbar hann burt og fer að gera eitthvað annað. Hann veit bókstaflega ekkert hvað hann vill. Svo er hann að fara ótrúlega mikið úr hárum, skiptir engu máli hversu mikið maður kembir hann, daginn eftir er hann strax byrjaður að fara mikið úr hárum. Hann hangir meiripart dagsins inni en í Júlí var hann í sumarbústaðnum hjá Afa mínum og Ömmu í pössun og þar er mjög mikið pláss til að vera og hann var úti ALLAN tíman, þau þurftu að lokka hann með fisk til þess að fá hann inn, núna fer hann bara út til að pissa og ekkert annað.
Hann er samt orðinn þokkalega gamall karlinn og því miður ekki langt í að hann fari að kveðja.
Ég hafði ekkert betra að gera þannig að ég ákvað bara að senda inn þessa grein, vinsamlegast ekkert skítakast, if you don't like it don't let us know.

Twacke
“You Don't love a person because she is beautiful! She is beautiful because you love her”