Æ Æ Æ Æ

Var það eina sem að ég hugsaði í gær.

Einn af littlu kettlingunum mínum þrífst bara ekki.
Hún er ennþá jafn lítil og hún var þegar að hún kom í heiminn.
Það voru miklar vangaveltur í gærkvöldi á heimilinu.
Leitað á netinu að upplýsingum.
Reynt að finna eitthvað sem að við gætum gert henni til hjálpar.
Hún var orðin svo veikburða að hún rétt vældi, og gat ekki lengur fundið spena og hangið á honum.
Hélt ekki einu sinni höfði greiið.
Nú svo eruð það systkyni hennar risarnir, þau eiga ekki erfitt með að ýta henni bara til hliðar.
Á endanum var hún bara hætt að reyna að komast á spenann.

Ég hringdi í föður minn hin alvitra.
Og hann lýsti yfir dauðadómi.
En ég hef ákveðið að leifa mér að vera algjör softý í þetta skiptið og ætlaði sko ekki að hlusta á karlinn.

Svo að ég tala við dýralækni í morgun og fékk mínar ráðleggingar.
Familían út í gæludýrabúð að kaupa kattaþurrmjólk !!!!
Jú jú það er til.

Skundað heim að blanda í pela,,, lol.
Langt síðan að það hefur verið gert hérna.
En Trítla littla tók ekki pelann.
Þá var það sprautan,,, nei nei, það virkaði heldur ekki nógu vel.
Upp með dropateljarann.
( Já þegar að ég ætla mér eitthvað þá sé ég til þess að vera með ALLAR græjur )
Og með því að sprauta pínu littlum dropum úr dropateljaranum inn í hliðina á munninum á henni tókst mér að koma um 1 ml ofan í hana.

Hún var vægast sagt ekki alltof ánægð með þetta.
Og þetta var sko ekki hægt að gera inni í sama herbergi og læðan mín er í , því að hún telur mig vera að pína greiið.

Þetta var um hádegi, þá vældi hún og reyndi að sveigja hausinn frá.
Svo núna um kl 20, þá var ég að gefa henni aftur.
Og viti menn, Trýtla littla vældi eins og hún ætti lífið að leysa, og ég átti erfitt með að halda henni í fanginu á mér, hún læsti klónum í mig og gerði allt sem að hún gat til að komast undan þessari illu meðferð.
Sem er gott.
Mér tókst að koma heilum 2 ml ofan í hana þetta skiptið.

Þegar að þessu var lokið og ég lagði hana aftur niður, var hún ekki lengi að finna sér spena.


Svo verður þetta prógramið á 4 klst fresti að reyna að pína mat ofan í greiið.
Vonandi kemst hún nógu vel á skrið til þess að geta snúið á systkyni sín.


Ef að einhver hefur lent í því að þurfa að gera þett, endilega gefið mér einhver ráð.

Kveðja
Kettlinga mamma mikla
Namo