Ég ætla að segja ykkur smá reynslusögu af nágrönnum mínum. Þannig var það að um daginn var hringt í mig frá kattholti, konan sem talaði við mig sagði að þau væru með köttinn minn og spurðu hvort að ég vildi ekki koma að sækja hann, ég náttúrulega sagði bara: jú auðvitað kem strax. Þegar ég kom í kattholt og gerði grein fyrir mér sagði konan að þetta gerðu 3900 krónur, og ég bara :what!!! þrjúþúsund og níuhundruð krónur, fyrir hvað. ja.. það er föngunargjald og svo er það ein nótt hér í búri. : bíddu við var kötturinn minn fangaður, afhverjum??. :hann var fangaður af meindýravörnum borgarinnar. Ég gat náttúrulega ekki gert neitt annað en að borga peninginn og taka köttinn minn.

Seinna hringdi ég svo í meindýravarnir borgarinnar og spurðist fyrir um þetta og mér var sagt að kisan mín hefðu verið fönguð í búr í götunni minni, svo þegar ég spurði hvar og hver hefði hringt þá vildu þeir ekki segja mér það? Þannig að ég spurði hvers vegna hann hefði verið fangaður, sögðu þeir að kötturinn minn hefði verið að skíta og veiða fugla í garðinum hjá nágrönnum mínum, en aftur á móti töluðu þeir um að það hefði ekki endilega verið minn köttur sem hefði gert það heldur hefði hún hugsanlega bara óvart verið þarna.

Ég bara spyr mega kettir ekki ganga lausir? Eða má bara hver sem er ræna köttum? henda þeim í kattholt og láta eigendurna borga fyrir. Plús ef að kötturinn minn hefði ekki verið vel merktur þá hefði ekki verið hægt að hafa uppi á mér og kötturinn líklega eytt restinni af sínu lífi í búri á kattholti.

Um daginn var ég að spjalla við félaga minn, hann sagði mér að hann hefði verið í grill veislu í einu húsi þarna í götunni hjá mér. Það er svo sem ekkert merkilegt nema hvað þegar hann var að spjalla við húseigandann og talið barst að köttum þá byrjaði kallin(húseigandinn) að tala um hvað hann væri með mikinn viðbjóð fyrir köttum og að allir í götunni hötuðu ketti, meira segja ætlaði kallin í næsta húsi að fá sér loftriffil og skjóta alla ketti sem kæmu í garðinn hans. Mér var nú meira en lítið brugðið við að heyra þessa frásögn félaga míns og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera annað en að halda kettinum mínum inni svo að hann verði bara ekki hreinlega myrtur..

Að lokum
Nágrannar mínir eru ekki einhver óforskammaður glæpalýður, heldur mikils metið fólk s.s forstjórar hjá stórum fyrirtækjum, verkfræðingar og pólitíkusar.