Hvers vegna??? Á fimmtudaginn gerðist svolítið hræðilegt, ég kom heim úr vinnunni og mamma var með kisuna mína í fanginu…. hún var að deyja. Einhver glanni hafði verið í hraðakstri við götuna mína og keyrt yfir hana. Þetta var svo sorglegt og svo rosalega sárt. Ég sakna hennar svo mikið. Hún var vön að sofa alltaf uppí hjá mér eða systir minni og svo kom hún alltaf og tók á móti manni þegar maður kom heim. Ég bara spyr, hvers vegna þurfti Guð að taka hana núna?
Ég reyni að hugga mig við það að hann hafi þurft hana í eitthvað annað en ég á bara svo erfitt með að sætta mig við það. Ég elska hana svo mikið.