hæhæ! ég á við smá vandamál að stríða! Málið er þannig að ég á mjög fallega síamslæðu sem ég elska rooosalega mikið. Hún er alltaf rosalega góð við mig og sefur alltaf í fanginu mínu undir sænginni og þannig :) hún er ansi mjó, en það er ekki vegna þess að hún fær ekki nóg að borða, heldur er hún svona að eðlisfari! Nú, eins og margir kettir (þá sérstaklega Síams) á hún sér bara einn húsbónda og þegar ég fer út, þá situr hún við dyrnar og bíður eftir mér og er þar alltaf þegar ég kem heim aftur stundum sofnar hún ef ég er lengi í burtu, og stundum labbar hún með mér útí búð og bíður fyrir utan eftir að ég komi út aftur…. OK það sem ég er að reyna að segja er að henni finnst erfitt að vera ekki hjá mér! Við fjölskyldan ferðumst dáldið til útlanda og vanalega býr e-r í húsinu á meðan og passar kisu. En í eitt skipti var enginn sem gat passað húsið og hana, svo eina úrræðið var að senda hana í Kattholt í mánuð!!! Ég efast ekkert um ágæti staðarins, og tel ég að þar fái kettir alla þá “þjónustu” sem þeir þurfa, en kisan mín var greinilega ekki nógu ánægð! Ég segi alls ekki að það hafi verið útaf Kattholti, frekar af því að vera aðskilin við mig…..en hún kisa mín át samasem ekkert allan þennan mánuð. þegar ég kom og náði í hana voru konurnar alveg miður sín, en ég vil taka það fram að það er dáldið síðan þetta var!!! En það tók hana kisu dáldinn tíma að jafna sig en það kom allt! Núna plönum við að fara aftur út….og þá er eins gott að e-r geti passað hana!!!

Málið er bara að ég vil ekki þurfa að horfa upp á þetta aftur, og þurfa að sækja hana í Kattholt, ekkert nema skinn og bein!

Ef þið hafið lent í e-u svipuðu…..endilega látið vita!!! takk, takk!