Þegar ég var lítil átti ég vinkonu sem átti kött sem hét Soppi.
Soppi var skemmtilegur köttur, hann var alltaf að koma með allskonar drasl inn á nóttunni. Reyndar ekki alveg drasl því að einn morguninn þegar mamma hennar vaknaði lá rennandi blautur og skítugur vetlingur á gólfinu í stofunni. Mamma hennar tók vetlinginn og þvoði hann og lét hann þorna, svo næstu nótt fór Soppi út aftur og inn kom hann með hinn vetlinginn! Ójú, hann kom inn með hann og auðvitað þvoði mamman hann líka og þetta voru hinir flottustu vetlingar :)
Svo var Soppi einu sinni einn heima með páfagauki sem þau áttu.
Þau gleymdu bara að loka inní herbergi þar sem páfagaukurinn var geymdur…
Svo kom heimilisfólkið heim og jújú það var fiður útum allt og gaukurinn dauður :(
Þau gátu svosem kennt sjálfum sér um þetta, að skilja kött og páfagauk eftir saman boðar ekki gott… þetta var náttúrulega óvart.

kv.lakkris