Það hefur verið að tala um að þeir sem ekki eiga ketti/hunda er mjög mörgum sama um þá og vilja helst útrýma þeim. Ég verð nú bara að segja að mér finnst fólk frá öllum hliðum vera að líta mjög óraunsæislega á þetta (eða allavega flestir). Kettir sjá um að ekki verði á offjölgun á rottum, músum eða fuglum og mér skilst þá að fólk vilji frekar sjá rottu heima hjá sér í garðinum heldur en kött.
Þetta er allt hluti af hringrás, fuglar sjá um það að ekki sé of mikið að skordýrum (fyrir þá sem eru kanski með Köngulóar-fobiu líkt og ég) en köngulærnar sjá um að ekki sé of mikið af flugum, en þar sem flugurnar sjá um að hjálpa blómunum að vaxa og losa okkur við dýraúrgang (hugsið ykkur hvernig “sveitin” myndi lykta ef þær væru ekki, miðað við hvernig lyktin er nú) væri ekki gott ef þær myndu hverfa, en ef það væru of margir fuglar væru sjálfsagt skordýrin horfin.
Mörgum finnst starrar vera plága, ýmindið ykkur heim þar sem engir kettir væru, starrafló “all over the place” ásamt fugli undir hverju húsþaki og í hverri ruslatunnu.
En það þýðir þó ekki að við eigum að fara að sjá um það að útrýma fuglunum því þá myndu þeir líklega hverfa svo hratt að enginn væri eftir áður en við vissum af.

Og svo mæli ég með því að kattareigendur láti taka kettina sína úr sambandi. Auðvitað eru litlu kettlingarnir sætir og yndislegir en hafið þið skoðað dagblöðin nýlega, það er allstaðar verið að gefa kettlinga, og hvað gerist þegar ekki finnst heimili? Svefninn langi er eina lausnin. Breim myndi einnig minnka því hvað hefur geld læða að breima yfir.
Eyrnamerking og góðar ólir með spjöldum hjálpa einnig til í að kettir týnast ekki eins mikið því þá er hægt að sjá hvaðan köttur kemur ef hann birtist allt í einu á kattholti.

Gott er líka fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að fá sér kött að venja hann strax við að vera bara inni nema þá kanski í ól. Ég á sjálf kött sem fer ekki út nema í ól bæði þar sem ég vil ekki eiga á hættu á að týna honum og svo bý ég líka við mikla umferðargötu og hef séð þar sem var búið á keyra á kött (þó ég sjái mér ekki fært um að tala meira um það, veit bara að hann var lifandi þá en ekki viss hvort það hafi verið hægt að bjarga honum).

Síðan með það að sumir vilja að hægt sé að fá veiðileyfi á ketti; við ykkur vil ég segja að kettir eru eign og álíka rangt að drepa kött og ráðast á rúður td. hjá nágrannanum og byrja bara að brjóta. Svo er líka kanski lítil stelpa sem á þennann kött og gæti ekki ýmindað sér heiminn án hans. Kettir eru hughreystandi og hef ég lesið það að klappa ketti í rólegheitum og hlusta á malið róar hjartað og þar af leiðandi minnkað líkur á hjartasjúkdómum.

Kattahatarar; þið eigið mjög bátt og vitið ekki hverju þið eruð að missa af. Ég sjálf gæti ekki ýmindað mér heim án katta. Þetta eru ekkert nema yndisleg dýr. Svo eru sumir að hvarta undan því að kettir hafi verið að klóra sig, aumingjar. Var ekki einhver ástæða fyrir því? Hvort sem hann var að verja “börnin” sín eða leika sér.

Eigið góða tíma
Zedda