Jæja þá kom að því…eftir að hafa kíkt hérna inn á huga við og við síðastliðin tvö ár ætla ég að skrifa mína fyrstu grein! :)

Þannig liggur í því að ég á litla kisu. Hún er nú reyndar tveggja ára en lítur samt enn út eins og hún var þegar hún var 6 mánaða. Mjög lítil semsagt. Hef nú talað við dýralækna um þetta en þeir segja nú að hún sé bara svona smáfríð svo málið er ekki það ég svelti hana.

Fyrir nokkru síðan flutti ég úr borginni og á aðeins minna pláss. Í öllum látunum týndist auðvitað pillurnar hennar og eitthvað hef ég verið að trassa það að kaupa nýjar… enda hélt ég ekki að svo mikið mundi liggja á því enda kisan innikisa (allavega þangað til þarna)

Jæja ég bý núna í þannig húsi að það er ekki möguleiki að passa upp á að kisa kemst einhverstaðar út, á versta tíma…nefnilega breimandi, hvarf aðfaranótt laugardags og kom ekki heim fyrr en á laugardagskvöldi… drulluskítug…. með kærasta!!!

Já þau koma labbandi saman niður götuna og inn í garðinn hjá mér og ég sé alveg greinilega að þetta sé stæðilegur fress….reyndar rófulaus greyið… ekki veit ég afhverju. Nágranni minn sagðist reyndar hafa séð þau nokkru sinnum um daginn saman röltandi um hverfið. Soldið sætt… svona kisuást.

Jæja fressin lét sig nú reyndar hverfa um leið og ég gerði vart um mig en kisa labbaði rólega inn… hoppaði upp í rúmið mitt og svaf lengi… lengi…

Jæja það sem mig langar að vita er hvernig ég veit hvort að kisa sé komin með eitthvað í ofninn???? Hversu lengi ganga kisur með???

Þakka öllum sem lesið hafa þessa grein og vona að þeir geti komið með áhugaverða fróðleiksmola um kattameðgöngu.

Kveðja
Mova