Í dag skemmdi Ottó FJÓRÐA Símahleðslutækið mitt! Nagaði það í sundur!
Ég er í stökustu vandræðum! Hann er alltaf að naga snúrur og skemma eitthvað.. ég er bara mest hrædd að hann fái raflost.. Dýralæknarnir segja að það sem við getum gert sé að bera eitthvað á snúrurnar og kaupa eitthvað nagdót handa honum..
Sko hann á alveg geggjað mikið af dóti, við höfum prufað að gefa honum svona lítil nagbein fyrir hunda en honum finst skemmtilegra að leika sér með þau en að naga..
Og það er eiginlega svoldið mikið að vera að bera á hverja einustu snúru í húsinu, eitthvað jukk sem lætur hann hætta að gera þetta!

Því spyr ég ykkur hvort þið vitið um eitthvað sérstakt dót sem kisi myndi vilja naga í staðin fyrir rafmagnssnúru