Ég skil ekki allt þetta fár út af köttum hérna á Íslandi,og þá aðallega í Reykjavík(“villikatta”veiðarnar þarna um árið)og svo málið í Hveragerði. Það er svo mikið bull að segja að kettir séu fólki til trafala.Að vera að kvarta yfir kattakúk og ónæði katta á meðan fólk minnist ekkert á td.allt ruslið fjúkandi út um allar trissur,tyggjóklessur,horslummur og óþolandi hávaða í bílum bílaeigenda sem nenna ekki að slökkva á bílunum sínum eða nota flautuna því þeir nenna ekki að hreyfa sig! Ég held að það ætti frekar að athuga siðferðismál mannfólksins hérna og herða reglur í þeim málum.
Það er ekkert mál að setja net fyrir glugga eða hafa þá hæfilega opna, það er algjör óþarfi að hafa glugga galopna allan sólarhringinn og þá sérstalega ef þú býrð í kjallara. Hugsa sér ef eitthvað annað en köttur væri allt í einu komið inn?!
Og í sambandi við kattaofnæmi þá er ég viss um að sá hópur fólks sem er í alvörunni með ofnæmi(stór hluti fólks notar þetta sem afsökun) sé í raun og veru í minnihlutahópi og hvernig geta útikettir svo sem truflað þann hóp með því einu að vera úti á vappi eins og aðrir. Þú þarft að umgangast kött aðeins meir og ekki eru kettir það gæfir(eða ágengir eins og sumir myndu segja) að þú fáir ekki frið fyrir þeim á götum úti. Og í sambandi við það að fólk sé að tala um það sem vandamál að kettir hafi stokkið upp í barnavagna þá finnst mér nú aðaláhyggjuefnið í því máli vera ábyrgðarleysi forráðamanna. Að fólk skuli geta haft börnin sín ein úti í barnavögnum án þess að fylgjast með þeim? Mér persónulega finnst það vera óábyrgt og ég skil ekki fólk að geta skilið ungabörn svona eftir án þess að fylgjast með þeim og ég held að ýmislegt verra en heimsókn kisu gæti hent þau.
EN þrátt fyrir þessar prédikanir mínar þá er ég samt sem áður virkilega sammála því að fólk eigi að gelda kettina sína og sérstaklega vegna hagsmuna dýranna sjálfra vegna þess að það er sorglegt að heyra sögur af því að læða sé að eignast kettlinga 2-3svar á ári. Hugsa sér álagið á eina kisu?! Svo held ég að höggnarnir hafi líka gott af því að losna undan sínu breimi og læðuleit. Ég veit það bara af eigin reynslu að kettir verða hamingjusamari og afslappaðri eftir að hafa verið geldir og þeir halda sig þá líka frekar á heimaslóðum og eru ekki að ,,valda öðru fólki ónæði“.
Ég er orðin virkilega þreytt á finna fyrir allri þessari andstöðu gegn gæludýrum hérna á Íslandi og ég varð algjörlega orðlaus af hneyksli yfir ”villakatta"veiðinni frægu hérna um árið sem mér fannst reyndar enda sem algjör niðurlægjing fyrir ríkisstjórnina,fullt af peningum fór í þetta og bara örfáir villikettir náðust,hitt voru allt heimiliskettir. Ég sé ekki að þetta átak hafi breytt neinu…..Og viðhorf fólks til hunda almennt finnst mér ömurlegt líka, sjá bara öll boðin og bönnin til hundaeigenda!!! Hundar mega hvergi vera og þetta er algjört einsdæmi hér á Íslandi. Við dýraeigendur á Íslandi verðum að láta heyrast meira í okkur!!!