Kisan mín. Ég er viss um að kisan mín sé mesta dúlla í heimi :)
(hver segir það ekki um sitt)
Hún er alger kúrari og finnst best að vera í fanginu á manni og við gefum okkur líka tíma til að klappa henni og vera með henni. Ég á líka hund og þau eru bestu vinir, eiga meira að segja sameiginlega matardalla og borða þar saman. Kisan mín tekur líka alltaf utan um hundinn, hann er reyndar gjarn á að misskilja þá góðvild :)
Það sem mér finnst best við kisuna mína er að hún sefur alltaf uppí hjá okkur á nóttunni, annað hvort mér eða systur minni. Hún fær sko aldrei að vera úti á nóttinni og helst ekki eftir 11 á kvöldin :) En hún er reyndar orðinn unglyngur og var úti til 2 síðasta laugardagskvöld, eitthvað að djamma held ég :)
En semsagt hún sefur alltaf hjá okkur og ég er ólétt, komin 7 og hálfan mánuð á leið og fer 2-3 á nóttu niður til að pissa og fæ mér stundum að borða líka, (ég veit að það er bannað að borða á nóttunni en það er alveg nauðsynlegt stundum, hehe) Málið er að þessi yndislega kisa mín fer alltaf með mér niður og við fáum okkur miðnætursnarl saman og svo þegar því er lokið þá förum við saman uppí rúm og höldum áfram að kúra saman og hún liggur sko undantekningarlaust ofaná bumbunni minni :)