einu sinni átti ég kisu sem hét Simbi (fékk hann í fyrra). hann var hreinræktaður abbisinium (eða hvernig sem það er skrifað!!)
Hann var geðveikt skemmtilegur. Hann var fjörugur og ellti mann stundum. þegar maður kallaði á hann kom hann:D þegar ég fór að heiman kannski i svona 3 daga, þá ellti hann mann út um allt þegar maður var kominn heim:)Einu sinni fór hann á kattasýningu og vann einhver kettlingaverðlaun. hann á systur sem fór með honum. hún vann eitthvað líka sem ég man ekki hvað var!! En litli bróðir minn var alltaf með útbrot á líkamanum og mest í kringum munninn. Það hélt alltaf áfram og varð alltaf verra!! en þá fórum við til læknis með hann og hann fór í ofnæmispróf. það kom út að hann var með ofnæmi af kisum:(

Það var leiðinlegt!! Við þurftum að selja hann. Það var allt svo einmanalegt án hans!!
En það var allavega betra að selja hann til góðs fólks en að láta svæfa hann!!

kv. hilmay